Genesis

Ég hef áður sagt frá því í mínu bloggi að ég sé Genesis fan.Þetta hófst á unglingsárum þegar bróðir minn féll fyrir þeim og ég í forvitni minni (fyrst í stað) fylgdi með.
Það var því algjör lottóvinningur fyrir mig að sjá að þeir félagar væru að koma aftur saman eftir 15 ára pásu og ætluðu að túra, of gott til að láta ,,slæda". Ég skellti mér á tónleika með þeim í Twickenham 8. júlí s.l. (fyndið en táknrænt er að sá dagur er einmitt afmælisdagur stóra bróður).
Tónleikarnir voru frábær skemmtun (uppselt 55 þúsund manns) en annað vakti líka athygli mína:
  • Skipulagið í kringum þá. Að komast á staðinn og af honum, greinlegt að Bretar eru ,,ljósárum" á undan okkur Víkingunum í skipulagi á stórum viðburðum.
  • Maður varð að bíða allsstaðar, ekki bara í lestina og til að komast inn á leikvanginn heldur eftir veitingum, minjagripum ofl. Allir voru rólegir og virtust gera sér grein fyrir að það að troðast og pirra sig væri algjörlega út í hött.
  • Það sást ekki vín á nokkrum manni fyrir utan þrjá hressa unga menn á leiðinni tilbaka. Þeir voru pínufyndnir þannig að maður var nú ekki að stressa sig á pínu bulli.
  • Inn á Twickenham stadium var búið að setja ca. 20 aukaklósett, BARA FYRIR KONUR :)
Bandið var þétt og lét ekki rigningu kvöldsins pirra sig. Þeir spiluðu í ca. 2,5 klst. án pásu fyrir utan nokkrar mínútur á meðan uppklappið var. Síðan tóku þeir 3 aukalög og enduðu svo á hinu FRÁBÆRA lagi "Carpet Crawl" af Lamb lies down on Broadway plötunni. Gæsahúð dauðans fyrir mig.
http://www.mp3lyrics.org/g/genesis/the-carpet-crawl/
Þeir eru allir um sextugt, s.s. meðlimir Genesis. Collins sagði eftir að fólk hætti ekki að klappa eftir þessi 3 aukalög að þetta þýddi ekkert þeir ættu að vera komnir heim á elliheimilið fyrir kl. 12 :) og hló svo og hló.
Þeir erum með tvo fastamenn með sér á tónleikum. Chester Thompson á trommur og Daryl Sturmer á gítar/bassa. Þessi gaurar hafa fylgd Genesis í rúmlega 20 ár, talandi um góðan móral :)
Í ,,gamla" daga var maður pínu feiminn að segja að maður ,,héldi með Genesis" en ekki t.d. Pink Floyd, sem mér finnst líka mjög flottir. Genesis voru alltaf dýpri, fyndnari og flottari (ég er ekki hlutlaus :)
Lögin þeirra voru í ,,den tid" ca. 10 - 20 min á lengd. S.s. ekki útvarpsvænt popp, langt í frá.
Þeir náðu loks, fyrir tilviljun, að selja ,,single" og komast á topp 40 listann, náðu 18 sæti held ég.
Lagið var af plötunni "Selling England by the Pound" og heitir "I know what I like and I like what I know" með undirtitil "In your wardrobe".
http://www.last.fm/music/Genesis/_/I+Know+What+I+Like+(In+Your+Wardrobe
Snilldarlag og textinn ,,keep the moving blade sharpe" nokkurs konar lífsspeki hjá mér í dag :)
Nafn plötunnar skyldi ég aldrei en nú veit ég (sá viðtal) að nafnið er komið frá Breska Verkamannaflokknum. Þetta var s.s. slagorð þeirra fyrir kosningarnar í UK 1973.

Genesis meðlimir hafa alltaf sagt að húmor skipi og hafi alltaf skipað stórt hlutverk í þeirra vinnu, það sér maður víða, tilvitnanir og "kross ref" oft hrikalega fyndið þrátt fyrir að það sé vonlaust að fatta allt sem þeir hafa sett fram í textum sínum.
Peter Gabriel sagði skilið við bandið 1975 eftir að platan "The Lamb lies down on Broadway" kom út. Gítarleikarinn Steve Hackett fór sömu leið ca. 3 árum síðar.
Það er ferlega fyndið að pæla í að þeir félagar hafi eytt ómældum tíma á sínum tíma í að leita að nýjum "lead singer" með Phil Collins á kantinum :)
Ég held að ég muni rétt að það hafi verið þáverandi kona Phil sem hafi skorað á hann að prófa og hann lagt það fyrir restina af bandinu og "THE REST IS HISTORY".
Eitt af þeirra nýrri lögum (eiga nokkur hundruð, ca. 500 , ef ég man rétt) heitir "Jesus he knows me". Þar deila þeir félgar hart á ,,jesú heilaþvottinn" hjá ýmsum söfnuðum, kíkið á þetta, algjör snilld (amk í minni bók):
http://www.lyricsfreak.com/g/genesis/jesus+he+knows+me_20058872.html

Ég er annars algjör alæta á tónlist, fíla alla tónlist með sál og sem er sæmilega vel flutt. Finnst t.d. lagið með Britney "Do it to me one more time" (eða hvað það heitir) agjört snilldar popplag.
Nýjasta uppáhaldsbandið mitt eru Klaufarnir frá Selfossi, algjörir snillar (í minni bók). Þéttir, skemmtilegir og margir textarnir algjör snilld. Hafði aldrei keypt mér Kántrýplötu áður en ég mun kaupa næstu með Klaufunum, 100%. Þeir komu með diskinn á markað í sumar, dreifa honum sjálfir. Hann er seldur á Selfossi og hjá N1 víða um land, ég skora á fólk að styðja íslenskan tónlistariðnað og kaupa Klaufana, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Betri tónlist í bílinn á ferðalagi verður barasta ekki fundin.
Þeir eru búnir að ná gullsölu á plötunni og fá gullplötuna sína afhenta á KÁNTRÝDEGINUM sem haldinn verður í Krikanum í Hafnarfirði 13. okt. n.k. (takið daginn frá, verður bara gaman).

Með von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson. 

es. fyndið þetta með fólk sem maður hittir núna eftir að ég keypti mér hjólið. 9 af hverjum 10 segja ekki til hamingju og þetta er gjeggað tæki heldur ,,passaðu að drepa þig ekki" eða ,,er þetta hrikalega hættulegt".
Upp með brosið og jákvæðnina. Fer þetta sama fólk upp í flugvél????  Líkurnar á að drepast þar, ef eitthvað klikkar og tækið hrapar, eru nefnilega næstum 100%, ekki samt hætta að fljúga því líkurnar á því að eh klikki eru sáralitlar.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra I. Sigurjónsdóttir

Sæll og takk fyrir bloggvinskapinn,

mikið er ég sammála G E N E S I S eru hreint frábærir finnst mér!

Kv.

Þóra

Þóra I. Sigurjónsdóttir, 29.8.2007 kl. 09:05

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

:)

Ég verð að segja þér eitt fyndið en satt.
Dóttir mín heitir Þóra en kallar sig enn Margrétardóttir en mun taka upp Sigurjónsdóttir (má það og ég vona það) innan skamms.
Málið er að ég kynntist þessari frábæru dóttur minni þegar hún var 17 ára, alveg satt.
Mamma hennar lét mig s.s. ekki vita fyrr en eftir 17 ár.  Ég hafði ekki hugmynd um þetta mál og var bara einu sinni með mömmu hennar þegar ég var nýorðinn 16.

Alla vega Þóra Sigurjónsdóttir, bara nafnið þitt skorar stöngin inn í minni bók.

Sigurjón Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Þóra I. Sigurjónsdóttir

Til hamingju með dóttur þína, hlýtur að vera dásamlegt að hafa fengið svo loksins að kynnast henni!

Gaman að þessu með nafnið... bið að heilsa henni...hahaha

Kv. Þóra Sigurjónsdóttir

Þóra I. Sigurjónsdóttir, 29.8.2007 kl. 13:06

4 identicon

Gaman að sjá að kallinn er kominn á hjól!! Verðum að taka hring saman við tækifæri.

Kv. Stulli/Sutli.

Stulli (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband