Yamaha FZ1

Í liðinni viku keypti ég mér mótorhjól, rétt þori að segja frá þessu :)

Það sem er fyndið við þetta er að ég var þann daginn eða áður alls ekkert að hugsa um að kaupa mér mótorhjól. Fór að hitta Hilmar félaga minn í Bílaborg, hann varí símanum og það var maður að ,,baksa" við að koma ansi flottu hjóli inn á gólf. Ég fór að spyrja hann út í það og spurði svo hvort ég mætti prófa. Hann horfði á mig með undrunarsvip, ég var í stuttermaskyrtu og Timberland vesti. ,,Ég er með próf" sagði ég. ,,Ok, en hvað er langt síðan þú hjólaðir"? ,,Ca 10 ár" sagði ég. ,,Tja þá veit ég ekki" sagði hann, ,,þetta hjól er ekkert venjulega kraftmikið". ,,Ég fer varlega" sagði ég. Til að gera stutta sögu styttri þá endaði það með því að ég keypti hjólið (með mig eins og Lýð, þarf ekki að spyrja neinn um leyfi :)

Þetta hjól er algjört ævintýri. Ég er búinn að hjóla ca. 300 km. síðan ég keypti það og skemmti mér í hvert skipti betur, mæli með þessu.
Eitt sem ég skil þó ekki. Mótorhjólafólk segir nýlega í viðtölum að ökumenn bifreiða séu ekki tillitssamir í garð þeirra, mín upplifun er alveg öfug við þetta ,,statement". Mér finnst ökumenn mjög tillitssamir og fínir.

Hjólið mitt er 5 ,,nánósek" í hundrað og kemst örugglega langleiðina í 300 en það ætla ég ekki að prófa en ég vil þó viðurkenna að ég ætla ekki alltaf að keyra á löglegum hraða, en læt ofsakstur eiga sig.

SS og FZ 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með hjólið þitt

Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úllalla, fiðringurinn farin að grána!  Þetta verður örugglega geggjaður beibmagnet. Það er eitthvað villimannslegt við menn sem hafa svona fjör á milli fótanna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.8.2007 kl. 14:06

3 identicon

Til hamingju með hjólið!

Ragga (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

:) takk takk takk.
Veit ekki hvað þessi fiðringur heitir en it "feels good" :)

 Mbk.

Sigurjón Sigurðsson, 27.8.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband