Sorglegar fréttir en nauðsynlegar.

Við Íslendingar erum svo heppnir að vera lausir við hryðjuverk og þess háttar hörmungar eða....
Þessi takmarkalausa og stjórnlausa hegðun fólks, sem lýst var mjög vel í fréttum RÚV í kvöld, er kannski eins og okkar hryðjuverkavá.
Þegar ég var búsettur á Spáni er mér alltaf minnistæð frétt sem kom eitt sinn  í spænska ríkissvjónvarpinu, TVE. ETA hafði sprengt sprengju í Madrid og TVE sendi upptökumann og fréttamann á staðinn. Þeir voru komnir mjög fljótt á staðinn og tóku upp þær hörmungar sem voru þarna eftir sprengjuna, látið fólk, aflimað fólk og þess konar viðbjóð. Fréttin var sýnd óklippt, leit amk þannig út.
Fréttamaðurinn sem las fréttina sem fylgdi með þessum hræðilegu myndum stóð upp úr stólnum og settist á hornið á borðinu sínu og sagði ,,góðir Spánverjar, þetta sem við sjáum er veruleikinn eins og hann er í raun og veru í baráttunni við ETA, þetta er það sem lögreglan okkar verður að fást við þetta er að gerast hjá okkur í okkar heimagarði". Þetta var mjög sláandi og ég var mjög sleginn, vissi ekki hvort ég var sammála þessum fréttaflutningi eða ekki. Síðan fór ég að hugsa að kannski er þetta eina leiðin til að sýna þjóðinni ískaldan veruleikann við þetta og jafnframt opna augu einhverra af hverju lögreglan vinni sína vinnu af þeirri hörku sem hún stundum þarf að gera.
Mér fannst fréttin frá RÚV í kvöld af svipuðu meiði. Sýnt var svart á hvítu hvernig bærinn er, fólk að slást, mígandi eins og hundar út um allt, umgegni sem hæfir ekki siðuðu fólki osfrv.

Aðalmálið í dag er ekki hvað gerðist í nótt heldur frekar hvað er hægt að gera til að bæta þetta til að snúa þessari ömurlegu þróun í rétta átt. Það er engin auðveld ,,patent" lausn til en velta má fyrir sér nokkrum hugsanlegum leiðum:

  • Hætta þessu bulli með ótakmarkaðan opnunartíma, gallar MIKLU fleiri en kostir.
    Setja reglur á staðina. Kaffihús og staðir án dansgólfs, til 03.00
  • Dansstaðir til 04.00
  • Bæta löggæslu, ánægður með Stefán lögreglustjóra sem er að vinna í þeim málum.
    Góður maður þar á ferð, að mínu mati.
  • Sekta fólk hikstarlaust sem kastar af sér vatni fyrir framan alla á byggingar og stéttar bæjarins.
  • Setja í gang næturflutninga til helstu úthverfa, til að létta á leigubílunum. Næturvagnarnarir þyrftu að vera með myndavélakerfi og ,,öfluga" bílstjóra.
  • Síðan fara í grasrótina og setja upp einhver konar fag í grunnskólum sem gæti heitað t.d. Samfélagið okkar (eða eh í þá áttina).
    Þar væri krökkunum kennt strax af fyrirlesurum sem þau myndu hlusta á hvað maður ætti ekki að venja sig á og hvað besta leiðin sé til að ná árangri í lífinu og ekki síst hvað sé töff og hvað sé halló.
    T.d. ef kynslóðin sem er vaxa úr grasi myndi alast upp við þá hugmyndafræði að það sé ,,out" og glatað að:

    - drekka frá sér ráð og rænu, s.s. detta í það.
    - dóp sé fyrir aula
    - reykingar séu ekki hip og kúl.
  • Hættan og mín tilfinning (smá reynsla eftir að hafa talað við unga krakka á Vogi) að þeim finnist frekar töff að ,,poppa" pillur og taka spítt. Því miður stoppa mörg þeirra stutt inn á Vogi, kannski 1-3 daga (hef samt enga tölfræði frá SÁÁ um þetta, bara mín tilfinning).
  • Þegar kúl stelpur og kúl strákar (eða það sem hinum finnst kúl lið) eru að taka spítt, ,,poppa" pillur og ,,hrynja" í það,  þá fylgja því miður hinir hratt og örugglega með.

Að lokum:

Það er ekki töff að vera fullur, að er glatað. Það er glatað að taka dóp, það steikir á fólki hausinn og velur ómældu tjóni og rústar nútíð og framtíð fólks.
Allir eiga eða áttu fallega drauma um góða framtíð, af hverju ekki að fylgja þeim og láta þá rætast?
Það er töff.
Draumar rætast ekki með ofneyslu á áfengi og neyslu á dópi, það er 100% öruggt.

 VERTU Í VINNINGSLIÐINU.

 Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

  • sekta þá sem þurfa að gista dauðatjöld eða fangageymslur sökum ölvunar.
  • beita lokunum á þá staði sem ítrekað þarf að senda lögreglulið
  • banna stöðum að selja einstaklingum áfengi, sem augljóslega eru orðnir drukknir

Viðar Freyr Guðmundsson, 27.8.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sammála Viðar, þetta kann allt að hljóma dálítið hart í eyrum margra en núverandi ástand gengur einfaldlega ekki lengur.

Ég hef áður talað um Ibiza í bloggi mínu. Var að vinna þar og er nú aftur þar með annan fótinn. Þar er í ca. 5 mánuði Verslunarmannahelgi öll kvöld, samt er stemmningin þannig í gamla bænum, þar sem flestir eru á kvöldin, að maður fer að hugsa hvort við séum með eitthvað villimannagen í okkur hér eða hvort þessi hegðun sé bara uppeldið, aga- og virðingarleysið sem viðgengst hér.
Langar einhvern að rannsaka þetta og kannski skrifa BA ritgerð?
Bara pæling.

Góðar stundir.

Sigurjón Sigurðsson, 27.8.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband