Lög og löghlýðni.

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni sem nú er kominn upp vegna reykingabannsins sem tók gildi 1. júní. Þetta er nefnilega ansi spaugilegt. Það er s.s. núna bannað, eins og flestir vita, að reykja inn á öllum opinberum stöðum þar með talið börum, diskótekum og kaffihúsum.
Fólk hefur frá upphafi tekið banninu vel og allir einhvern veginn að fylgja því eftir, einhver samkennd um að þessum lögum skulum við fylgja. Meira að segja veikustu alkahólistar bæjarins skjóta sér út fyrir til að fá sér smók, þrátt fyrir að engin viðurlög séu við því að reykja inni nema, fyrir þá, að fá ekki að koma aftur inn á ,,jötuna" sem er jú væntanlega nóg refsing í huga dagdrykkjufólks.
Ein hlið á þessu er, sem loks var bent á í kvöld, að það er s.s. núna bannað að reykja inni EN það er líka bannað að drekka úti, s.s. loose loose staða fyrir alla sem hafa hingað til helst af öllum vilja blanda saman smóknum og víninu. Þetta með að það sé bannað að drekka úti hefur að vísu verið lengi í lögum um vínveitingahús. S.s. að það er bannað að bera áfengi út af vínveitingarhúsum en við vitum öll að þessu hefur nú minnst verið fylgt eftir, einhver samkennd gegn þeim lögum. Annað sem er fyndið. Það má reykja í bílnum en það má ekki tala í farsíma og við því er meira að segja sekt, enn engin sekt komin við því að kveikja sér í inn á bar. En það sem er fyndið við hina ,,löghlýðnu" þjóð okkar er að það fer enginn eftir þessu GSM banni í bílnum, s.s. að tala án handfrjálsbúnaðar. S.s. einhver samkennd um þá borgaralegu óhlýðni að fara ekki eftir þessum lögum og lögreglan veit það og segir líklega bara úpps, þetta ráðum við barasta ekki við.
Veit samt ekki hvort er í raun hættulegra að tala í símann við stýrið eða reykja við aksturinn,
en það er önnur saga.
Ég hef haldið því fram að þetta reykingabann sé vanhugsað, eins og komið hefur í ljós. Það á að sjálfsögðu að leyfa reykingar inn á börum og diskótekum en bara á afmörkuðum, vel loftræstum og lokuðum svæðum. Það hefðu allir sætt sig við, held ég, meira að segja örgustu fanatíkusar. Núna sitjum við uppi með ca. 3 mánað reynslu af þessu reykingabanni og allt er í rugli út á götu og enginn veit eiginlega hvað á að gera til að leysa þetta. S.s. eins og sagt var í fréttum í kvöld var eitt vandamál leyst en því fylgdi að það annað stærra kom í staðinn.
Ég væri alveg til í að banna bara reykingar alveg, þá myndi ég hætta enda löghlýðinn maður (langoftast) og þá líka að banna sölu áfengis. Ríkið er að selja okkur nikótín og áfengi. Vill banna neyslu á því fyrrnefnda á sem flestum stöðum og fela í búðum á meðan hið síðarnefnda nýtur verndar (veit ekki af hverju) og á að vera sem sýnilegast og helst að koma því inn í matvörubúðirnar okkar, úff.
Ég skora á Gulla ráðherra og lýðheilsustöð til að opna þessa umræðu upp á gátt og taka á þessu máli af festu og hugviti en ekki æða bara áfram með hornin á undan sér.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband