22.8.2007 | 23:56
Til hamingju Astrópía :)
Ég fór í kvöld á frumsýningu á nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndaframleiðslu, myndina Astrópíu.
Ég vil fyrst segja að það er náttúrlega garrrrrrrrrrgandi snilld að leikstjórinn, Gunnar B. Guðmundsson og konan hans (veit ekki nafnið) skyldu vera að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og frumsýningin stóð yfir, TIL HAMINGJU.
Myndin sjálf er stórskemmtileg, sífellt að koma á óvart, og mikið af litlum húmorískum senum og senum þar sem maður hrekkur í kút.
Ég veit ekki hvort maður á að vera draga einhverja listamenn út úr þeim ágæta hópi sem stendur að myndinni, alla standa sig vel.
Ég vil þó segja að Ásta (make up) stendur sig frábærlega og Eddi brellumeistari fer á kostum.
Einnig er ,,soundið" til fyrirmyndar og tölvuvinnslan mjög pro.
Leikarahópurinn er þéttur. Halla skvísa er alveg í ótrúlegu hlutverki og kemur skemmtilega á óvart.
Sveppi og Pétur eru auðvitað bara endalaust fyndnir og leikarinn sem leikur Dag (man ekki nafnið) er flottur. EN Ragnhildur er bara flottust, algjör snillingur. Hún sýnir í þessari mynd að hún er sko ekki bara ,,ljóskan í Kastljósi" (las einhversstaðar að hún væri komin með nóg af því kommenti :) heldur er hún með fínan húmor og útgeislun sem snertir mann (veit að hún er á föstu :).
Til hamingju Ragnhildur og allir þeir sem standa að myndinni Astrópíu, spái henni fínum frama.
Einnig snerti það mitt ,,hafnfirska" hjarta að myndin sé meira og minna tekin í mínum gamla heimabæ + bræðurnir Steinn og Halldór + Davíð Þór, allir uppaldir í bænum.
Ég hef áður hrósað tónlistinni úr myndinni s.s. frábær skemmtun sem ég skora á alla að kíkja á.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.