VDO :)

Ég hef tölvert velt fyrir mér málum er tengjast þjónustu, almennt, hve leiðinlegt sé að upplifa aftur og aftur hvað fólk í þjónustustörfum hafi lítinn áhuga á starfi sínu. Ég hef líka velt fyrir mér hvernig t.d. menn eins og Guðmundur í Byko og Jón í Nóatúni urðu stórir í sínum geira og gátu komist áfram með sín fyrirtæki. Þegar þessir menn byrjuðu þá var til hér á landi mikill risi sem flestir voru það hræddir við að þeim datt ekki í hug að byrja í samkeppni við. Þessi risi hét Samband Íslenskra Samvinnufélaga, er dáinn og blessuð sé minning hans. Jón og Guðmundur höfðu greinilega óbilandi trú á að þeir gætu með sínum hæfileikum og dugnaði náð að veita risanum samkeppni. Eitt mjög mikilvægt í því sambandi er að þeir voru sjálfir á gólfinu og kúnnarnir fengu að finna að þessir menn væru á tánum og létu hlutina ganga upp, hratt og vel. Núna er því miður þessi grasrótárhugsun ekki möguleg í umræddum fyrirtækjum og helsta vandamál þeirra er einmitt fjarlægð eiganda við hinn almenna viðskiptavin og erfitt er, mjög erfitt að finna góða og hæfa millistjórnendur (er mér amk sagt).

En ég upplifði þessa gömlu góðu stemmingu í viðskiptum mínum við VDO Verkstæðið ehf. Þar var frá byrjun eigandinn að díla við mig og það var hann sem sýndi mér hvernig hann hafði gengið frá bílnum hvaða dekk hann hafði valið og af hverju. Hann klikkti út með því allra mikilvægasta ,,ef það er eitthvað sem þú finnur að þessu þá hringir þú bara í mig" :)
S.s. ekki bara selja mér og klára verkefnið og fá greitt heldur líka gera það sem mér finnst svo mikilvægt, fylgja sölunni eftir, algjört lykilatriði til að viðskiptin séu góð. Það gera nefnilega allir mistök og ekkert við því að segja en þá er gott að vita að það sé nú ekkert vandamál, við reddum því strax.
Ég fór á bílnum austur fyrir fjall í dag og ég finn ekkert að neinu, takk fyrir mig.

Mbk. og von um slysalausan dag.

Sigurjón Sigurðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband