Nýherji vs. Bræðurnir Ormson, 0 - 1.

Ég hef aðeins vikið að því í skrifum mínum að það sé ekkert að vörunni á Íslandi en þjónustan á gólfinu sé í molum.

Ég á nokkrar dæmisögur um slíkt en ég hélt að Nýherji myndi ekki lenda í þessum hópi, hef alltaf verið svo ánægður með þá.

Sagan:
Fyrir síðustu helgi þá ákvað ég að kaupa mér skjávarpa. Málið er að ég og tveir félagar mínir erum að vinna að mjög spennandi hugmynd sem er enn mikið leyndó svo við fundum mikið heima. Ég fór að hugsa að það væri fínt að hafa skjávarpa heima til að skerpa fundina. Ég fór í Nýherja þar sem ég hef oft verslað og venjlega hrósað þeim fyrir vöruna og þjónusta en nú fékk ég að finna að ,,svo bregðast krosstré sem önnur tré"......
Ég kaupi NEC sjávarpa á einhverju skólatilboði, ,,hann er appelsínugulur" sögðu þeir, ,,er það í lagi"? ,,lagi" sagði ég, ,,bara betra". Ég kaupi þennan skjávarpa á tæp 90 þ. Þegar ég er að borga hann þá segi ég við sölumanninn, ,,er örugglega allt með í kassanum, snúrur oþh" ,,já já" var svarið en við opnuðum hann samt og komust að því að rafmagnssnúran passaði ekki, breska kerfið, hann reddaði strax nýrri. ,,Er þetta ekki hrikalega einfalt að setja upp"? sagði ég, ,,heldur betur bara stinga í samband og kveikja og tengja svo við tölvuna og vola".
Ég fer heim, föstudagur, og kveiki á þessu. Þá kemur alltaf á skjáinn að skjávarpinn sé læstur og að ég þurfi að setja inn ,,password" ég fikta smá en gekk ekki svo ég les bæklinginn (if everything else fails then....) þar sé ég að það á að nota pílurnar á fjarstýringunni til að setja inn lykilorðið. Ég prófa allar aðferðir en ekkert gekk, fór frekar svekktur að sofa.
Daginn eftir (laugardag) hringi ég í búðina, sölumaðurinn sem svaraði var álíka vel að sér í þessu og ég í byggingu ratstjárstöðva s.s. engin svör. Á mánudeginu, í gær, fór ég í búðina og talaði við sölumanninn sem seldi mér gripinn á föstudeginum. Ég var pínu pirraður og lét hann finna það, hann sagði pollrólegur að honum þætti þetta leitt og að hann myndi ganga í málið. Ég kom svo aftur ca. 3 tímum síðar. Þá sagði hann að hann hefði vissulega lent í vandræðum með að komast framhjá þessu passwordi en síðan hefði hann slökkt á honum og byrjað aftur og þá hefði þetta gengið og nú væri allt ok en hann sagði mér að hringja í sig strax (gaf mér gsm númerið sitt) ef ég lenti í vandræðum. Ég fór heim og ætlaði nú að fara undirbúa fund kvöldins, en viti menn staðan var eins. Password alltaf incorrect þrátt fyrir að ég fylgdi fyrirmælum, eins og við vorum búnir að fara yfir að ætti að gera, s.s. ég og sölumaðurinn. Ég fer í símann og ætla að tala við sölumanninn enda kominn með gsm nr. hjá honum, slökkt á símanum :( ok ég hringi í búðina, enginn við :( loks hringi ég aftur í skiptiborðið og fæ samband við yfirmann verslunarsviðs og segi honum raunir mínar, hann sagði mér að bíða því að hann ætlaði að tala við vörustjórann, úpps hann farinn heim í dag :( þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn pínu pirraður aftur og ég sagði við þenna ágæta mann að hann hefði um tvennt að velja í stöðunni frá mínum bæjardyrum séð:

a) Fara niður í búð og senda til mín skjávarpa sem væri ekki læstur og leysa málið og reyna að gera mig ánægðan.

b) Gera ekki neitt og ég myndi skila skjávarpanum og fá endurgreitt, strax í fyrramálið s.s. í morgun. Hann var snöggur að velja, vel b :)))))))) frekar magnað.

Ég fór s.s. í morgun og skilaði tækinu og fékk endurgreitt. Sölumaðurinn sem upprunalega þjónustaði mig gerði bakfærsluna á kortið mitt en vildi samt endilega segja mér aðeins frá sinni hlið sem snérist eiginlega um að hann hefði hlaupið inn á lager og náð í annan varpa til  að prófa, ,,samt var brjálað að gera hjá mér" ,,fyndið" hugsaði ég. ,,Nú líður mér eins og ég hafi fengið þetta gefins frá þeim, eitthvert tilraunatæki". ,,og" bætti hann við, ,,ég fékk það tæki til að virka fínt" ,,OK" sagði ég ertu þá að segja að ég hafi bara gert þetta allt eh vitlaust"? ,,tja þetta virkaði amk á hinu tækinu", sagði hann, ,,pass" sagði ég, ekki gera þetta mál verra en það er og við kvöddumst með ágætum.

Frá Nýherja hélt ég upp í Bræðurna Ormsson. Þar var tekið vel á móti mér, gott viðmót og mér var seldur NEC varpi, ólæstur og meira segja á tæp 60 þ. ,,aðeins búið að nota hann" sagði Kjartan sölumaður en eins og nýr, ,,SELDUR" sagði ég keikur eins og vinkona mín Gyða Sól.

Ég skora á fólk sem er leita sér að raftækjum á góðu verði og vill fá þjónustu og alúðheit frá sölumönnum sem meina það sem þeir segja og ætla ekki bara að klára söluna heldur fylgja henni eftir að fara í Bræðurna Ormsson, þeir eru flottir.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

es. ég átti einu sinni nokkrar krónur í Nýherja og ég verð að segja að ég er þrælsáttur núna við að hafa selt þau bréf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og sæll, gaman að lesa bloggið þitt.

Það er eitthvað mikið að hjá Nýherja. Fyrirtækið mitt lenti ílla í þeim um daginn. Við lentum í smábilun í símkerfi okkar og starfsmaður Nýherja sem tók málið að sér stakk af í helgarfrí og skildi okkur eftir með allt í klessu á föstudegí þrátt fyrir að við hefðu sagt honum að það væri lífsnauðsynlegt fyrir okkur að símsvari væri uppi um helgar á sumrin. Það liðu meira en 60 klukkustundir þangað til að þetta 20 mín. verk var unnið fyrir okkur.

Bestu kveðjur, Pétur Óskarsson

í 60 klukkustundir þrátt fyrir að

Pétur Óskarsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband