Prins Valíant ehf

Fyrirtækið sem ég vinn hjá og á heitir Prins Valíant ehf. Margir reka upp stór augu þegar þeir sjá nafnið og aðrir segja að þetta sé ,,geðveikt töff" sérstaklega ungar stelpur, veit ekki af hverju, allavega langar mig að útskýra nafngiftina.
Málið er að þegar ég var lítill þá átti ég eina uppáhaldsfrænku sem heitir Sigurjóna, alveg satt. Sigurjóna er svakalega ,,næs" kona og það var gott að knúsast í henni. Hún kallaði mig alltaf Prins Valíant, var samt aldrei með klippinguna, held ég amk. :)
Þegar mig vantaði nafn á litla hótelið sem ég stofnaði í Stykkishólmi þá fór í gang þankahríð (frábært orð, þýðir Brainstorming, fyrir þá sem ekki hafa tekið Aðferðarfræði í háskóla). Ég endaði á, eins og svo oft áður, að reyna að hugsa út fyrir rammann og vildi kalla hótelið Hótel Prins Valíant. Fólkið í Hólminu tók andköf enda ekki vant að kíkja langt út fyrir rammann og ég fór að hugsa um breytingar því ekki vildi maður vera að gera eitthvað í andstöðu við heimamenn. Hótel Breiðafjörður datt þá í huga mér og það fannst öllum frábært enda ekki bara inn í rammanum heldur í kjarnanum svo Hótel Breiðafjörður var ,,barnið" skírt. Þegar að þessum tímamótum var komið var ég búinn að stofna Prins Valíant ehf og taka lénið prinsvaliant.is frá. ,,Ansans" klúður hugsaði ég en skellti mér þá aftur út fyrir rammann og sagði við sjálfan mig að það er barasta ekkert að því að hótelið heiti Hótel Breiðafjörður og fyrirtækið Prins Valíant, og það varð úr.
S.s. fyrir þá sem þekkja málið og hafa ekki skilið það og lesa þetta þá er kominn fram í dagsljósið hinn heilagi sannleikur málsins, þetta er ekkert merkilegt en samt langaði mig að koma þessu á framfæri.

Snilldin er samt sú að ég seldi Hótel Breiðafjörð í sumar, á kvennréttindadaginn, en Prins Valíant ekki. Nú er Prins Valíant nefnilega kominn með mér í önnur mál sem ég er að ,,fíla" í botn.

Kíkið í heimsókn:
www.prinsvaliant.is

Mbk
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband