17.8.2007 | 23:30
Stjörnulögfræðingur.....
Enn og aftur er hinn brosmildi Fjölnir Þorgeirsson (36) kominn á forsíðu Séð og Heyrt og núna út af máli sem snýst um forkaupsrétt á landi IOGT í Galtarlækjaskógi. Ekki hef ég hugmynd um hvort Fjölnir eigi þarna einhvern rétt en ef svo er þá er auðvitað sjálfsagt mál hjá honum að sækja hann og ætti það ekki að vera flókið ef getið er skriflega um þenna rétt hans í kaupsamningi þeim sem hann hefur gert við IOGT þegar hann keypti þarna landskika undir sumarhús eða eh félag á hans vegum. Það er ekki það sem ég er að velta fyrir mér heldur því að í Séð og Heyrt stendur að Fjölnir hafi ráðið Vilhjálm H. Vilhjálmsson stjörnulögfræðing til að gæta hagsmuna sinna í ,,Galtarlækjarstríðinu", eins og Séð og Heyrt kýs að kalla deilu þessa, kunna að rósamála það vantar ekki :)
Ég hef stundum heyrt suma lögfræðinga vera kallaða stjörnulögfræðinga en hef aldrei alveg skilið þessa nafnbót. Er félag lögfræðinga með einhvern staðal sem notaður er til að finna út hvort menn séu stjörnulögfræðingar eða er þetta bara svona geðþáttadómur einhverra blaðamanna yfir ákveðnum hópi lögfræðinga sem þeir telja að séu að ,,rokka feitt" það og það skiptið....
Spyr sá sem ekki veit og ég vil taka það fram að ég ekkert á móti Vilhjálmi og reyndar alltaf fundist hann ljúfur náungi en mig minnir nú að hann hafi átt í einhverjum deilum vegna lokaritgerðar upp í HÍ á sínum tíma en ég man það ekki nógu vel til að vera úttala mig það enda er það ekki málið heldur langar mig að vita hvort til sé listi yfir alla stjörnulögfræðinga landsins ef mig skyldi vanta einn til að vinna fyrir mig, hljómar eh svo sterkt, ,,minn er sko stjörnulögfræðingur en þinn"?
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.