Áfram Jón!

Ég veit ekki hvort ég hef sagt frá því í bloggheimum hvað ég geri enda er það ekki einfalt að útskýra í stuttu máli. En m.a. er ég nemandi við Háskólann í Reykjavík og nú pínu stoltur af því hvernig mér hefur gengið þar þrátt fyrir að hið ,,undarlega" fag Aðferðafræði hafi aðeins vafist fyrir mér, APA staðallinn og allt það dæmi, ,,skili´ð hvað ég meina......" :)   (þeir sem sátu kúrsinn skilja djókinn)

Í dag kom á HR póstinum tilkynning um að skólinn hafi verið að ráða Jón Sigurðsson fyrrverandi formann Framsóknarflokksins til starfa sem sérfræðing í viðskiptadeild. Ég sendi strax póst á yfirmann deildarinnar, Þorlák Karlsson, og sagði honum að þarna hefði skólinn fengið góðan mann.
Ég kynntist Jóni þegar ég var á Samvinnuskólanum á Bifröst, fyrir ca. 20 árum. Það kemur sjaldan eða aldrei fram í umræðunni um Háskólann á Bifröst að ef Jón hefði ekki byrjað á því á sínum tíma að hækka skólann upp, úr 1. og 2. bekk í menntaskóla yfir í 3. og 4. bekk með frumgreinadeild, væri Bifröst líklega bara sumarhótel núna. Jón sagði við okkur á sínum tíma að hér ætti eftir að rísa háskóli í framtíðinni og viti menn hann hafði rétt fyrir sér.
Jóni skaust ansi snögglega upp á ,,stjörnuhiminninn" í pólitíkinni þegar Halldór Ásgrímsson vék, réttilega, sem formaður og flokkurinn leitaði með logandi ljósi að manni sem yrði sátt um. Jón var beðinn um starfið og sem maður áskoranna tók hann því, líklega mistök enda kom í ljós að þrátt fyrir dugnaðinn og greindina vantaði eitthvað sem fólk nefnir í daglegu tali ,,kjörþokka". Þokki þessi er, eins og ég skil hann, útgeislun og hæfni til að koma sínum skoðunum til fólksins á mannamáli, Jón reyndi en náði ekki inn enda staða flokksins afar veik fyrir. Fólk vildi s.s. ekki fá á þing mann sem er greindur, heiðarlegur og telur ekki eftir sér að vinna langan vinnudag til að klára málin. Ég man líka að ein kona sagði við mig að hann væri með leiðinlega kæki og að hann hefði svindlað til sín einhverju háskólaprófi á netinu :) þetta er auðvitað of fyndið til að sleppa broskallinum. Ef Séð og Heyrt eða DV, sem bulluðu eitthvað um þetta á sínum tíma, hefðu ekki verið að reyna að sverta ,,kallinn" og kynnt sér hans námsferil hefðu menn komist að því að Jón tók MBA próf sitt í USA fyrir tíma Internetsins og er í raun líklega síðasta gaurinn til að svindla til sín einhverja prófgráðu.
En Jón ,,vinur minn" fékk að kynnast þeirri tík sem kennt er við Pólí og laugin var of djúp.
Nú er Jón kominn á sinn gamla heimavöll, inn í framsækna og öfluga menntastofnun, þar sem ég veit að hann á eftir að gera góða hluti.

Áfram Jón :)

Mbk og ósk um slysalausa helgi.
Sigurjón Sigurðsson

es. ég er ekki flokksbundinn neinum flokki, eftir því sem ég best veit, fæ samt gíróseðla af og til frá einhverju félagi innan Sjálfstæðisflokksins sem ég borga auðvitað aldrei :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Diddi minn það er ótrúlegt fag þetta sem menn hafa sett undir nafn aðferðafræðinnar og APA það er eitthvað sem þú átt eftir að þurfa að hafa á hreinu  :):):):)  Tók þennan kúrs á fyrsta árinu mínu í HA, en nú er maður bara að byrja á BS verkefninu ótrúlegt en satt.

Vordís (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband