Skrýtinn dagur.

Dagurinn í dag var mjög skrýtinn í mínu lífi.

Í morgun fór ég á snyrtistofu sem ég hef ekki gert í 10 ára eða meira, frekar ,,gay" en Rósa sem er með snyrtistofu Rósu í Firðinum er ekki bara snyrtifræðingur hún er líka sjálfmenntaður ,,mannfræðingur" þá ekki í þeim skilningi að hún viti allt um einhverja þjóðflokka út í heimi heldur bara mannfólkið yfir höfuð. Rósa er sko fædd 1930. Alla vega ég mæli með Rósu, hún hefur töfrahendur og frábæra nærveru. Brasílvaxið vafðist að vísu aðeins fyrir henni :) nei nei tók bara gott andlitsbað.

Í hádeginu fór ég að ganga frá innborgun á lóðina sem ég var að festa kaup á. Ég hlakkaði mikið til að sjá þetta allt fæðast á pappírum. Nokkrum mínútum áður en ég fór á inn á þennan fund fékk ég þær sorgarfréttir að bróðir konu pabba heitins væri látinn, fallinn fyrir eigin hendi. Ég fann fyrir þessari tómleika tilfinningu og augun fóru að vökna en ákvað samt að harka af mér og klára fundinn, ekki auðvelt. Fasteignasalinn og lóðasalinn buðust til að fresta honum en ég s.s. ákvað að klára málið.
Þessi drengur sem féll frá var ljúfur strákur sem lífið hafði gefið töluverðan mótvind en alls ekki þannig að þetta væri (ef það er þá einhvern tímann) besta leiðin. Hann átti konu og börn og það yngsta aðeins nokkra vikna gamalt. Þessi drengur var greindur en hann hafði barist við þunglyndi og bakkus gamla um nokkurn tíma sem samt hann faldi vel, eins og fólk gerir til að ,,halda" andlitinu út á við.
Ég er að blogga þetta út af einni og aðeins einni ástæðu. Ef einhver les þetta og er að glíma við þessi sömu eða svipuð mál og hefur hugsað um að taka eigið líf þá vil ég bara segja eitt:
Það er ekkert að því að sigla í strand og leita sér hjálpar, það gerist oftar og á fleiri stöðum en menn grunar ,,Kleppur er víða" (Englar Alheimsins). Hjálp er til og vertu viss 100% viss um að það mun birta á ný.

Mbk
Sigurjón Sigurðsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband