13.8.2007 | 22:25
5 stjörnu helgi :)
Helgin hófst hjá mér á því að ég spilaði í golfmóti Hauka á Keilisvellinum. Þar sem mig vantar enn stöðugleika í mitt golf var ég ekki ,,að gera gott mót" en skemmtilegur félagsskapur.
Á laugardeginum skellti ég mér á Fiskidaginn mikla á Dalvík en það hafði ég ekki prófað áður og í sannleika sagt bara ekki komið á Dalvík :)
Þvílík snildarhátíð, góð skipulagning og ,,allir" velkomnir".
Frábær stemmning og mannlífið skemmtileg blanda af öllum aldri, líka þessum bannaldri Akureyringa, 18-23 ára. Allir skemmtu sér vel og ég sá ekki mikið vín á nokkrum manni og barasta engin slagsmál. Vinir mínir sem þarna voru með hjólhýsi ásamt fleira vinfólki voru líka í skýjunum og börnunum þeirra fannst þetta frábært.
Hátíðin endaði á stemmningssöng undir stjórn Matta í Pöpunum, algjör fagmaður. Get ekki miðað hann við Árna J. fer aldrei til Eyja..... en þetta var flott hjá honum.
Síðan tók við glæsileg flugeldasýning sem stóð örugglega yfir í ca. 20 min.
Til hamingju Dalvíkingar og ykkur mun ég sannarlega sækja aftur heim.
Á sunnudeginum, í gær, fór ég í veiði í Vatnsdalsá. Vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast en ég bjóst sannarlega ekki við því sem ég upplifði. Frábær aðstaða Vatnsdalurinn algjör paradís. Ég var að reyna að veiða lax í fjórða skiptið á ævinni og fyrsta á flugu. Það er ,,magic" í þessu, því get ég lofað. Lítið líkt með að veiða á maðk eða flugu. Mæli með fluguveiði. Ég fékk að vísu engan fisk en sá mikið líf og ég var alveg sallarólegur yfir því að veiða ekkert enda, eins og í golfmóti Hauka, í frábærum félagsskap.
Það eina sem skyggði á gleði mína um helgina var að sjá að góður félagi sé fallinn frá langt fyrir aldur fram. Ég er að tala um Gunnar Sæmundsson áfengis - og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ. Ég var í nokkur skipti hjá Gunnari á göngudeild SÁÁ í fyrra. Ljúfari og þægilegri mann er ekki hægt að hugsa sér og hann var svo sannarlega á réttri hillu, hjálpaði mörgum að finna ,,beinu brautina".
Mig langar að senda ættingjum hans og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
es. myndin er af Starkaði Sigurðarsyni, nýjasta félaga mínum :) tekin á Fiskideginum mikla á Dalvík, Starkaður var að fíla þetta vel.
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður Sigurjón.
Takk kærlega fyrir síðast, það var virkilega gaman að hafa þig með okkur á Dalvíkinni draumabláu. Sértu ævinlega velkominn.
Starkaður er flott fyrirsæta og ekki spillir heldur fyrir hvað hann er ógurlega skemmtilegur náungi.
Gaman að lesa bloggið þitt, leitt með veiðina en aflinn er kannski ekki aðalmálið einsog þú bendir á. Góður félagsskapur er alltaf mikils virði.
Gangi þér vel og við sjáumst.
Kær kveðja, Aníta.
Aníta Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.