Goal Seek.

Enn og aftur ein lítil dæmisaga af þjónustugæðum hér á landi.
Í gær fór ég til mömmu ,,gömlu" til að aðstoða hana við smá núvirðisútreikninga í Excel sem er ekki frásögufærandi. Eftir að við höfðu reiknað okkur í gegnum dæmið þá ætlaði ég að kenna henni að nota Goal Seek í Excel sem er snilldarskipun. Reiknar á núll einni hvað x þarf að vera til að ákveðin jafna sé = 0. Ég er með nýja Office pakkann og s.s. 2007 útgáfuna, löglegt eintak :)
Alla vega ég gat með engu móti fundið, og ekki enn, hvar þessi skipun væri. Í ,,gamla" Excel er hún undir ,,Tools". Ég fiktaði og fiktaði en fann ekkert og fór þá að nota hausinn og sagði ,,hvað er þetta ég hringi bara í EJS og fæ info hjá þeim". Ég hringdi og vinalega stúlka svaraði. Hún vildi allt fyrir mig gera en þegar ég sagði henni vandmálið kom ,,babb í bátinn", ,,þetta veit ég ekki og ENDA erum við ekki í því að leysa svona mál (var samt alveg til í að reyna í byrjun) þú verður að hringja í Microsoft á Íslandi, þeir vita þetta". Ok, hugsaði ég og baðst afsökunar á að hafa haldið að þau væru með þetta umboð og þjónustu. Hún gaf mér símann hjá Microsoft á Íslandi. Ég var nú bara spenntur að hringja og athuga hvernig eitt stærsta fyrirtæki veraldar myndi ,,plumma" sig í þjónustu á Íslandi. Ég hringi. Sjálfvirk svörun fer í gang með að ýta á 1 eða 2 og allt það. Ég ýtti á 2 fyrir aðstoð. Smá bið svo segir röddin ,,þú ert númer einn" í röðinni. ,,Einn" hugsaði ég. Hummmm ríkasta tölvufyrirtæki í heiminum er með símsvörun sem segir manni á óbeygðri íslensku að maður sé nr. EINN. Prakkarinn kom upp í mér og ég hugsaði, kannski hefur einhver ,,Kani" forritað símkerfið og vissi ekki að maður er sko númer eitt eða tvö eða þrjú ekki einn, tveir, þrír. Alla vega var þetta fyndið ALLT þar til röddin var búin að segja 15 sinnum ,,þú ert nr. einn í röðinni" þá ákvað ég bara að vera númer núll í röðinni og leggja á.

Ég er alveg búinn að læra að það þýðir ekkert að vera reiður yfir svona bulli en þetta var samt mjög súrt. Kannski nær veldi Bill Gates (og budget) ekki alveg til Íslands, kannski er þetta fínt í Færeyjum sæmilegt á Íslandi og ónýtt á Grænlandi, spyr sá sem ekki veit.

Eigið frábæran slysalausan dag.

Mbk
Sigurjón Sigurðsson.

es. ef einhver getur bent mér á hvar ég finn Goal Seek í Office 07 (Excel) þá væri sú ábending vel þegin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón,

Ég nota OpenOffice og þar er Goal Seek.  

Þetta færðu ókeypis á openoffice.org og stendur MS Office fyllilega á sporði.

Óskar (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband