8.8.2007 | 16:55
Þjónusta
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvað ég er oft hissa á hvað þjónustan hér á Íslandi er víða hræðilega slöpp. Þetta átti einu sinni bara við um hið opinbera og vissa veitingastaði en nú er þetta orðið landlægt vandamál. Það væri efni í mjög langt blogg að nefna dæmi um þetta, það mörg hef ég bara svona á takteinum fyrir til að mynda í síðasta mánuði. Því meir sem ég hugsa um þetta hef ég komist að því að ástæðan er einföld. Hún er ekki bara sú að við búum við ,,náttúrlegt atvinnuleysi" (kannski að hluta) heldur sú að Ísland er aldrei sem fyrr fullt af smákóngum og drottningum, stórum og smáum. Þessi aðall okkar hefur engan áhuga á að þjóna öðrum, eðlilega ekki, vill láta þjóna sér. S.s. því stærri sem þessi hópur verður verður hinn hópurinn minni, s.s. þeir sem nenna að þjóna hinum. Hvað er þá til ráða? Veit það svei mér ekki, kannski bara að skipta um tungumál og taka upp ensku sem mál í búðum oþh og ráða fleiri útlendinga sem hafa alist upp við að bera virðingu fyrir vinnunni sinni. Á þann hátt fengin aðallinn betri þjónustu og gæti ekki kvartað yfir að þetta lið í búðum talaði ekki einu sinni íslensku.
Ágúst Ólafur alþingismaður hefur samþykkt að gerast bloggvinur minn. Ég er nú smá montinn af því. Mér finnst einhvern veginn að sá drengur sé framtíðarleiðtogi þessarar þjóðar, framtíðin mun leiða í ljós hvort ég hafi rétt fyrir mér.
Ég vil nota tækifærið og spyrja Ágúst beint í þessu bloggi (vona að hann lesi þetta...) hver afstaða hans sé vegna þess frumvarps sem liggur fyrir að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þeir sem hafa lesið mitt blogg áður vita hver mín er :)
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.