4.8.2007 | 08:47
Auðvelt forskot.
Ég þreytist seint á að bera saman líf mitt fyrir edrú tímbilið mitt og eftir.
Ég var nú enginn örlagabytta og alls ekki túragaur en ég var bara alltaf svo helv. óheppinn þegar ég var að drekka amk síðustu árin. Smá dæmi. Árið 2004 þurfti ég endilega að ,,lenda" í því að drekka eitt skiptið það mikið að mér fannst mjög fín hugmynd að hringja í þáverandi kærustu mína, sem ég var mjög skotinn í, og segja henni til syndanna og að barnið hennar væri stórgallað. Tveimur tímum síðar fannst mér ekkert betra heldur en að keyra til hennar og biðja hana afsökunar. Ég var staddur í Stykkishólmi og það var nótt og þá ekki efitt að telja sér trú um að ég ,,yrði" bara að taka bílinn og bruna til Reykjavíkur. Ég lét gamla Chryslerinn minn taka á því og hraðinn var ..... þori ekki segja það, veit ekki hvort það mætti nota það gegn mér..... Alla vega þá komst ég að Eldborgarsvæðinu, akkúrat þar sem ein mesta sukkhátíð Íslandssögunnar var haldin, þar var lögreglan að kíkja eftir ökumönnum vegna hestahátíðar (skrýtið orð en nota það). Ég náði sem betur að sjá þá áður en þeir gátu skotið á hraðann á Stratusnum, hefði annars líklega komist á forsíðu DV. Þetta voru fínir gaurar og ég ekki það fullur (búið að renna aðeins úr mér) að ég sá að ég var skák og mát. Þeir þekktu auðvitað ,,gömlu" handboltahetjuna, ,,sæll Sigurjón viltu aðeins kíkja yfir í bílinn til okkar". Ég hagaði mér vel og fékk hrós skilið frá þeim og fannst þá í ölvímunni að það hlyti nú að skipta máli við ákvörðun refsingar.......:) Neibb. Komst seinna að því að löghlýðnir borgarar og forhertir glæpamenn fá sömu meðferð þegar að ölvunarakstri kemur. Út úr þessu kom árs svipting og 130 þúsund í sekt. Orðatiltækið ,,enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" á 100% fínt við þegar bílprófið er annars vegar. Hrikalega óþægilegt að missa prófið. Allt í einu er ákveðin hluti af sjálfsögðu frelsi tekin af manni. Árið leið og Júlíus, gamall vinur minn, tók að sér að keyra ,,Prinsinn" + leigubílar ofl.
Ég hef líklega byrjað að drekka þetta kvöld á tómann maga eða hef verið að taka einhver lyf sem pössuðu illa með áfengi eða að ég hefði átt að halda mig við eina tegund....., allt annað en að sjúkdómurinn hefði tekið völdin (algengar alka afsakanir).
Edrú dagurinn minn er 7. júlí og 07.07.07 var mitt ársafmæli. Glöggir lesendur sjá því að þetta klúður mitt hér að ofan dugði ekki til að ég léti Bakkus róa ásamt því að stúlkan sem ég var skotinn í ákvað að taka sama pól í hæðinna og fólk gerir með hunda, ef þeir bíta einu sinni er 100% að þeir geri það aftur. Hún er að vísu ekki enn búin að fyrirgefa mér en móðir hennar hefur barist allt sitt líf við áfengi og þessi stúlka s.s. fengið meira en sinn skammt af virkum ölkum. (það fylgdi nefnilega á eftir alls kyns rugl, misgáfuð sms ofl. s.s. þegar ég sá að hún ætlaði ekki bara að horfa fram hjá þessu eina skipti, þetta urðu s.s. drykkjustælar * xxxxxxxxxxxxxxxxxx, bakkus getur verið helv. harður húsbóndi).
Vinur minn er einn af duglegri mönnum sem ég þekki. Hann fer út að hlaupa á morgnanna á sumrin í ræktina á veturna og er mættur út á teig kl. 7 um helgar. Hann á fallega konu, myndarleg börn og er vel stæður, sé miðað við þá sem eru út fyrir bankageirann (ekki hægt að miða við þá gaura).
Ég er loks núna að fatta þessa velgengni hjá honum. Hann lætur áfengi ekki stjórna sér hann stjórnar. Hann ólst upp á óreglu heimili og eins og Helgi í Góu hafði hann vit á því að taka ófrávíkjanlega stefnu í þeim málum, ,,svona ætla ég ekki að vera". Hann smakkar að vísu vín en mjög lítið. Helgi smakkar ekkert vín, hann er líka mættu á gólfið í verksmiðujunni kl. 5 :) og hann er ,,self made" íslenski draumurinn.
Ég s.s. farinn að upplifa líf sem byggist upp á jákvæðri hugsun, framtíðarsýn með stíf markmið og að tíminn sem fer í að láta renna af sér og berjast við timburgauranna, er tapaður tími sem kemur ekki aftur.
Ég vona að allir skemmti sér varlega um þessa stóru helgi keyri eins og siðað fólk. Ég veit ekki hvert óveðrið hans Sigga Storms fór en hér í Kópavoginum er logn og blíða. Veðurguðirnir vita kannski að það sé ,,gott að búa í Kópavogi".
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott innlegg hjá þér um áfengið. Ætlum við í alvörunni að gera sömu mistök og Finnarnir...
Björg (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 18:29
Til lukku með árið og eru mánuðirnir þá ekki orðnir 13 núna gott hjá þér að taka þig svona á, vonandi hittumst við við tækifæri.
Vordís (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:24
Jebb, hefði ekki trúað þeirri breytingu sem þetta hefði á mitt líf, skora á alla að prófa :)
Er að leggja af stað norður á Fiskidaginn mikla, hringdu endilega á mig og fáum okkur kaffi, mun gista á Akureyri, hver m2 var frátekinn á Dalvík, sem er bara gott :)
Mbk, SS (699 0001)
Sigurjón Sigurðsson, 11.8.2007 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.