Ísland - Spánn, Spánn - Ísland

Góðan og blessaðan daginn gott fólk.

Frábært að sitja í íbúðinni minni í Kópavogi og horfa yfir Fossvogsdalinn og á Esjuna, fallegt veður og "fenominal" útsýni.

Ég er að fjárfesta aðeins á Spáni og hef aðeins þurft að nota þjónustu Spænska sendiráðsins í Reykjavík, sorry, er ekki í Reykjavík er sko í Osló. Ferlega fyndið. Ég fór að hugsa. Hvar í miðborg Barcelona eða Madrid ætli okkar sé, örugglega á torgi Juan Carlos (eða eh álíka), neibb, wrong again, það er nefnilega í París. Ok. Við erum með mjög mikil samskipti við Spán. Seljum þangað vöru og kaupum þaðan vöru. Hef að vísu ekki tölurnar en það er eflaust ekki lítið sem fer þangað af saltfiski á hverju ári + þúsundir af Íslendingum fara þangað á hverju ári eða tugþúsundir.
Þá fer maður að pæla. Við erum með sendiráð í Japan á besta stað í dýrustu borg í heimi. Japanir, að mér skilst, eru nú bara í ,,penu" leiguhúsnæði sem er alls ekki í 101, er á Laugavegi 182.
Við erum víða með útibú, sendiráð og sum ansi dýr og flott. Berlín er að mér skilst á þeim sem komið hafa þangað alveg ótrúlega flott í alla staði, eins og íslenskum stælum sæmir.
Af hverju ekki á Spáni? Stúlkan í París, sem ég talaði við, sagði að þau væru alltof fámennuð til að sinna öllu sem þau þyrftu og auðvitað ætti að vera sendiráð í Madrid.

Ég vona að Ingibjörg Sólrún taki nú til hendinni í allri þessari vitleysu og komi þessu sendiráðsmálum í eðlilegan og hagkvæman farveg.

Ég sá frétt um það um daginn að utanríkisráðuneytið væri það ráðuneyti sem mest hefði þanist út á undanförnum misserum og væri komið upp í ca. 1.000 milljónir króna. Hvað ef við næðum að skera þennan kostnað niður um ca. 40-50% og láta mismuninn ganga til aldraðra? Aldraðir í þessu landi eiga EKKI ALLS EKKI að þurfa að hafa áhyggjur af búsetuúrræðum ofl. Þetta er fólkið sem lagði grunninn af þeirri velsæld sem hér ríkir í dag, margir með miklum fórnum og þrældómi. Það virðist bara gleymast af og til hjá ,,jakkafata" ræðuklúbbnum á alþingi.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson.

es. ég vona að allir þeir sem eru á móti því að auka aðgengi að áfengi með því að koma því í matvörubúðir láti kröftulega í sér heyra í bloggheimum. Vínið við hliðina á matnum er bull. Alkar þurfa nefnilega að borða líka og margir þurfa að halda sig algjörlega frá þeim stöðum þar sem áfengi er, ALKAHÓLISMI er sjúkdómur sem endar 100% með geðveiki eða dauða. Ekki fordómar ekki áróður heldur ísköld staðreynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband