Í fríinu mínu...

fór ég til London og Ibiza. Að vísu var það engin tilviljun. Systir mín býr í London og svo rættist einnig gamall draumur hjá mér að sjá Genesis á tónleikum, Phil Collins lætur manni líða vel með að sextugt sé í raun bara enginn aldur.....
Ibiza er og hefur alltaf verið minn uppáhaldsstaður þrátt fyrir að ég hafi nú í raun ekki komið til eyjarinnar í talsvert mörg ár ef undanskildur er einn sólarhringur 2005, var ekki hættur að drekka þá þannig að ég man nú ekki alveg öllu smáatriðið frá þeirri stuttu heimsókn :)
Nú var ég í átta daga með dóttur minni og við áttum í stuttu máli sagt frábæra átta daga á þessari mjög svo miskildu eyju í huga flestra Íslendinga. Málið er að fyrir 18 árum vann ég í þrjú sumur á Ibiza, á hótelum og svo sem fararstjóri. Eyjan hefur þroskast vel síðan og mikil uppbygging í gangi.
Ef maður nefnir Ibiza við Íslending, svo sem fleiri, þá hugsar fólk, úff djamm djamm og meira djamm. Neibb, ekki rétt. Djamm jú en ,,veldur sá er heldur". San Antonio er næst stærsti bærinn á Ibiza og þar má finna ,,ódýrari" túrisma með tilheyrandi ungu fólki að skemmta sér með tilheyrandi vandamálum og auðvitað stuði (bjó þar eitt sumar og sofnaði oft við "you never walk alone" mjög vinsælt lag hjá ungum Bretum á djamminu, ég veit Liverpool og allt það en fékk nett ógeð á því þetta sumar).
Aðalbær/borg Ibiza heitir einfaldlega Ibiza, eða Eivissa á máli heimamanna sem er íbíska, sem er mállýska úr Katalónsku. Þar búa ca. 30-40 þús. (óábyrg tala en er nálægt lagi). Í gamla bænum þar er frábært mannlíf allt sumarið (maí - okt), bæði á daginn, eftirmiðdaginn og ekki síst á kvöldin. Þar blandast saman heimamenn á öllum aldri og ferðamenn á öllum aldri + þá sem eru þarna yfir sumarið að vinna og skemmta sér sem eru margir ansi skrautlegir í útliti og ,,gay" samfélagið setur nettan stíl á sumt sem er í gangi. Það sem maður sér er s.s. mikil blanda af fólki sem er að skemmta sér, ekki á fylleríi en margir eru auðvitað að drekka og eflaust margir að dópa, án þess að ég geti dæmt um það svo nákvæmlega. Þett minnir á eina allsherjar Verslunarmannahelgi á Íslandi, t.d. ýkt útgáfa af Halló Akureyri nema hvað maður sér engan að slást, engan mígandi á almannafæri, engan öskrandi eða veltandi um s.s. nokkuð sem ég vona að verði einhvern tímann staðreynd líka hérna hjá okkur. Fyndið að ég sá einn Spánvera míga bak við tré, rétt fyrir utan helsta mannlífið við bílastæði. Hann horfði á mig og dóttur mína og bað okkur innilegrar afsökunnar, innilegrar, þetta væri óafsakanlegt framferði. Myndin er tekin í Ibiza bænum um kvöld.

 Mannlíf á Ibiza, flott mynd

Síðan ég hætti að drekka þá finnst mér mjög skemmtileg pæling hvað það sé sem geri það að verkum að fólk sé alltaf að leita eftir breyttu ástandi með ýmsum vímuefnum. Að skemmta sér er eitt og það er bara ekkert mál að skemmta sér, dansa og reyna við hitt kynið í óbjöguðu ástandi.
Er það þjóðfélagið, stressið eða hefðin sem gerir þessa leit að breyttu ástandi að staðreynd?

Annað mál.

Ég hélt að ég yrði ferlega á móti því að talsetja Simpsons, er að horfa á þáttinn núna og þetta er bara vel gert enda algjörir fagmenn sem tala fyrir helstu ,,karaktera".

Lúkasmálið er eitt mjög athyglisvert mál sem ég las um í fríinu mínu. Hvað sýndi þetta mál okkur?
Kannski fyrst og fremst það að menn geta logið öllu um alla, hafa vísu alltaf getað gert. Nú er það bara alvarlegra því ,,Gróa á leiti" er komin með gjallhorn, internetið. Ég lenti einu sinni í að það var komið af stað ljótri kjaftasögu um mig. Aldrei eins og vant gat ég rakið hana og fundið ca. upprunann. Viðkomandi aðili, sem ekki verður nafngreindur hér en er ansi þekkt nafn í dag, var mjög miður sín og ég held að hann hafi beðið mig 100 sinnum afsökunnar, ég er löngu búinn að fyrirgefa honum og hann er fínn náungi sem ég ber virðingu fyrir.
Ég var eiginlega mest hissa á þessu Lúkasarmáli, fyrir utan hinn viðbjóðslega dómstól götunnar í anda ,,Villta vestursins", þegar ég sá í könnun á netinu að yfir 21% þátttakenda vildu kinnroðalaust senda lögregluna í að leita af honum. Úff. Ég vil ekki trúa því að fólk hafi verið að meina þetta. Lögreglan hefur alveg nóg að gera með að sinna vandamálum mannfólksins sem eru ærin enda berast á hverjum degi fréttir af störfum lögreglunnar við að leysa mörg mjög þörf og alvarleg mál. Hundar svo og önnur dýr hafa hjá mér virðingu og mér þykir vænt um dýr enda ólst ég að hluta til upp í sveit EN lögreglan á ekki að leita að týndum gæludýrum, það bara getur ekki gengið og það hlýtur hver að sjá sem út í það hugsar.

Annars er ég sáttur og glaður með lífið og tilveruna og vona að þið séuð það líka.

Þar til næst.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það er bara heiður fyrir mig að þú viljir gerast bloggvinur. Las þessa frásögn þína og mér sýnist við vera sammála um dómstóla götunnar. Ég bætti tveim orðum í stuttu greinina sem þú gerðir athugasemd við en ég með einkenni af lesblindu, og þarf að leiðrétta eftirá, en innihaldið er óbreytt.

kveðja.

Benedikt Halldórsson, 28.7.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Frábært.

Sigurjón Sigurðsson, 28.7.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband