Til snakkhaus kafteins :)

Þetta er í annað sinn sem ég er að reyna svara einhverjum sem ég veit ekkert hver er en gott og vel.  Vona bara að viðkomandi lesi þetta :)

Sko, málið snýst ekki um að reykingar séu í lagi eða annað sem þú taldir réttilega upp, sem er víða vandamál, heldur það að alvarleiki vegna of mikillar áfengisneyslu er slóð af hrikalegum vandamálum s.s. ölvunaraksturs og slysa tengdum þeim, alvarlegra líkamsárása, sambandsslita fjölskyldusundrungar ofl. 
Á hverjum degi berast fréttir af ölvunarakstri og öðrum áfengistengdum málum.  Slysadeildin hefur oftar en ekki þurft að kalla á lögreglu vegna ofbeldis þar sem er tengt sama máli og mér skilst að þar sé nú krafa um að hafa öryggisvörð um helgar.

Ég er sammála þér að flestir hafa stjórn á sinni drykkju, sem betur fer, en hinn hópurinn fer stækkandi.

Varðandi nafnleynd AA fólks þá snýst hún ekki um að þeir sem eru í AA megi ekki segja öðrum frá því heldur að þeir hinir sömu séu ekki að tala um félaga sína eða málefni þeirra sem tengjast AA.

Mbk.

Athugasemdin sem bloggið er vegna:

ég hélt að Alkar væru nafnlausir til að láta ekki bera sig saman við samtökin. Uh alkahól eyðileggur vissulega hjá akveðnum hópi manna og út frá sér líka, en staðreyndin er að langflestir geta drukkið o ghaft gaman af. Rwykingar eru viðbjóður , ég reykti og fanst ógeðslega gott en ég náði að hætta og það var mikið frelsi. Það eru fullt af öðrum hlutum sem skemma og eyðileggja, td matur-sælgæti - gosdrykkir - sjónvarp-tölvur etc etc  það er hellingur af hlutum sem hefur slæm áhrif á vissan hluta fólks.

snakkhaus kafteinn (Óskráður. IP-tala: 85.220.99.115) 18.4.2007 kl. 00:53


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1029

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband