Hvenær er þolmörkum náð?

Mig langar að vita hvort það sé ekki kominn tími til að taka úr umferð glansmynd áfengisneyslu og setja í gang auglýsingar með sama krafti og barist hefur verið gegn reykingum.  Ég las að reykingar Íslendinga kosti heilbrigðiskerfið 5 milljarða árlega en þá langar mig að vita hvað kostar áfengisneyslan, hefur einhver úttekt verið gerð á því?
Þrátt fyrir að nú hafi verið auglýsingar í gangi gegn ölvunarakstri þá virðist það ekki hafa nein áhrif á stóran hóp áfengisneytanda.  Auglýsingarnar eru ágætar en frekar máttlilttlar og ég held að það eigi að semja nýja herferð í samvinnu við fagfólk SÁA og umferðarstofu.
Þetta er spurning um þolmörk þjóðfélagsins og ég trúi ekki öðru en að fólk almennt vilji sjá aðgerðir sem séu öflugari en það sem nú er gert þrátt fyrir að lögreglan sé greinilega vel vakandi og er það vel.
Staðreyndin er samt greinilega sú að dagdrykkja er orðin miklu almennari hér á landi.  Mikið af fólki er að berjast við alkahólisma og er að reyna að gera eitthvað í sínum málum en mér skilst að núna sé mánaðarbið eftir plássi á Vogi sem geta verið langir 30 dagar fyrir einstakling sem er að brenna inn vegna neyslu sinnar. 


mbl.is Skemmdu tæplega 30 bifreiðar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem óvirkur alki og sem almennur borgari er ég þér hjartanlega sammála.  Góður pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 17:30

2 identicon

ég hélt að Alkar væru nafnlausir til að láta ekki bera sig saman við samtökin. Uh alkahól eyðileggur vissulega hjá akveðnum hópi manna og út frá sér líka, en staðreyndin er að langflestir geta drukkið o ghaft gaman af. Rwykingar eru viðbjóður , ég reykti og fanst ógeðslega gott en ég náði að hætta og það var mikið frelsi. Það eru fullt af öðrum hlutum sem skemma og eyðileggja, td matur-sælgæti - gosdrykkir - sjónvarp-tölvur etc etc  það er hellingur af hlutum sem hefur slæm áhrif á vissan hluta fólks.

snakkhaus kafteinn (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband