Að axla ábyrgð í lífsins ólgusjó

Þegar ég las viðtalið við Björgin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann Kynferðisbrotadeildar LRH, í DV í síðustu viku vissi ég að allt myndi um koll keyra. Ég veit hvað Björgvin á við en ég veit líka að þessi mál eru þau allra allra viðkvæmustu sem hægt er fást við. Ég hef sjálfur sem fararstjóri þurft að eiga við mjög erfið mál, m.a. mál tengd kynferðisglæpum sem eru þau allra allra erfiðustu. Hér að neðan er dæmisaga um mann sem lenti illa í því á fylleríi og maður verður og manni er skylt að velta fyrir sér hvað er orsök og hvað er afleiðing, ath hér er ekki um kynferðisbrot að ræða heldur hættulega líkamsárás:
Maður XX drekkur sig útúrdrukkinn eitt ákveðið kvöld. Hann fer eftir kvöldið á BSÍ og fær sér að borða. Þar eru fyrir krakkar sem voru með dólgslæti og dónaskap. Minn maður finnur að þessu og allt í einu rjúka á hann tveir gaurar (aðallega einn) og berja hann til óbóta, svo illa að hann næstum því varð blindur á auga. Er hægt að segja að minn maður beri ábyrgð á að hafa verið laminn? Nei hann gerir það ekki ALLS ekki. EN hann var ofurölvi, hann gaf illainnrættu fólki færi á sér og fyrir vikið stórslasaðist hann.
Niðurstaða:
Ef félagi minn hefði drukkið minna og ekki verið að skipta sér af fólki með dólgslæti, verið í ástandi til að hlaupa í burtu, o.s.frv.hefði hann mjög líklega ekki orðið fyrir þessari hræðilegu líkamsáras.
Maðurinn sem réðst á minn mann var kærður en hans mál voru ekki tekin fyrir í 4 mánuði og á þeim tíma barði hann tvo aðra til óbóta, hann fékk 18 mánuði óskilorðsbundinn dóm á Litla Hrauni.
Viðtalið við Björgvin í DV kom ekki vel út fyrir hann og í kjölfarið sagði hann af sér. Björgvin er líklega einn allra allra besti lögreglumaður sem við eigum hér á landi. Hann hefði einfaldlega EKKI átt að tjá sig neitt um þessi mál þar sem þetta er flókið og viðkvæmt, mjög viðkæmt. Lögreglan ætti að vera með talsmann sem tjáir sig fyrir hönd lögreglunnar, með þeim hætti væri hægt að komast hjá svona málum. Björgvin axlar strax ábyrgð, sem er vel. MARGIR HRUNADANSARAR MÆTTU TAKA SIG ÞENNAN SÓMADRENG TIL FYRIRMYNDAR, og axla ábyrgð.

Mbk og njótið dagsins, verið góð við hvort annað,
Sigurjón S.

Höfundur er viðskiptafræðingur frá HR og starfar sem yfirfararstjóri á Spáni (Ibiza)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, þetta eru alveg hræðilega erfið og viðkvæm mál.  Maður ber augljóslega ábyrgð á því í hvernig ástandi maður er en á móti getur það að einhver sé í slæmu ástandi auðvitað aldrei gefið öðrum leyfi til að beita mann hvaða ofbeldi sem er. Og það er vont eins og þú segir þegar góður maður þarf að fara þegar hann var kannski bara að meina nákvæmlega þetta. En það eru yfirleitt langhæfustu einstaklingarnir sem segja af sér ef þeim verður eitthvað á.

Svava Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sammála Svava.

Sigurjón Sigurðsson, 22.8.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband