Mín Ibiza, nr. 1.

Góðan daginn :)
Því lengur sem ég bý á Ibiza verður mér morgunljóst þvílík paradís þessi eyja er. Hér er "basically" hægt að gera allt sem hugurinn girnist á svæði sem svipar til Stór Reykjavíkursvæðisins. Hér eru frbærar strendur, víkur, kryddaðasta mannlífið, flottustu klúbbar í heimi með frægustu plötusnúðum heims. Frábærir veitingastaðir og LÍTIÐ um glæpi, alveg gegn því sem sumir virðast seint þreyttir á að halda fram. Ef menn haga sér ekki í þessu samfélagi þá er réttarkerfið með vopnin og venjurnar til að refsa af fullri hörku. Dæmi um slíkt er að árið 2006 lentu tveir bílstjórar í illindum í umferðinni. Annar nefbraut hinn, þeir s.s. slógustu. Nú fyrr í sumar var dæmt í þessu, s.s. ákæruvaldið kærði þá. Sá sem nefbraut hinn fékk 3,5 í fangelsi og 5 þúsund evru sekt hinn fékk skilorð og 5 þúsund evru sekt. Í gær var í Diaro de Ibiza (http://www.diariodeibiza.es/) frétt um mann sem fékk 25 ára dóm fyrir að misnota börn sín og þar af nauðga einu. Vinsældir Ibiza eru líka að ná sögulegu hámarki, sbr. þessi frétt:
http://www.diariodeibiza.es/pitiuses-balears/2010/07/24/aeropuerto-bate-records-recibira-2-millones-viajeros-julio-agosto/423019.html
Fréttin snýst um að í fyrsta skipti í sögu flugvallar Ibiza nær farþegafjöldi í júlí að fara yfir 900 þúsund og í ágúst yfir milljón :)
Frægir gestir láta sig ekki vanta þetta sumarið frekar en endranær. Shakira og Kylie eru búnar að vera að djamma á Pachá undanfarið og Kylie er líka að kynna nýju plötuna sína sem hún vinnur að hluta til með strákunum í Swedish House Mafia.
http://www.diariodeibiza.es/diario-verano/2010/07/24/shakira-loba-rosa-chicle/423062.html
Við erum að skipuleggja geðveika ferð í september fyrir aðeins eldri farþega en venjulega, kannski 30 - 60 ára. Meira um það þegar samningar hafa náðst en þeir eru á lokastigi.

Hafið samband við okkur ef þið viljið koma til Ibiza :)
sigurjon@heima.is
egill@transatlantic.is

Kv. og njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson, Ibiza.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband