6.7.2010 | 05:45
Íslendingar á Ibiza sumarið 2010 og klisjukennd blaðamennska ferðapressunnar um Ibiza.
Hola :)
Í síðasta bloggi mínu myndist ég aðeins á þessar gróusögur sem virðast grassera um Ibiza á Íslandi. Í blogginu viðraði ég að mér væri það hulin ráðgáta hvaðan þessar sögur kæmu, þetta væri alltaf mér var sagt af einum sem hafði verið sagt......... Það sem var svo pínu spaugilegt var að ca. tveimur dögum eftir birtingu bloggsins var mér einmitt bent á vefsíðu sem var að fjalla um Ibiza á afar sorglegan hátt. Fréttin tengtist afmælisferð útvarsstöðvarinnar Flass 104,5 til Ibiza. Fréttin eða úttektin er full af sorglegum rangfærslum, klisjum og upphrópunum. Ég setti mig í samband við vikomandi blaðakonu sem viðurkenndi í tölvupósti að þetta hafi verið of klisjukennt en viðurkenndi svo sem engar rangfærslur enda viðkomandi ALDREI komið hingað. Myndabirtingin var alveg kapítuli út af fyrir sig. Hótelstjórarnir hér á Punta Arabí hrisstu bara hausinn þegar þeir sáu þetta og sögðu hvað kenndi liggja að baki þessari vitleysu? Þá spurning langar mig að skilja eftir í þessu bloggi, i.e. hvaða kenndir liggja að baki svona fréttamennsku. Eigandi viðkomandi vefar fékk póst frá mér en hann svaraði mér aldrei. Það er maður sem fékk nú alveg sinn skammt af gulu pressunni þegar hann var í stjórnmálum og maður skyldi ætla að hann vildi ekki standa fyrir vef sem birti fréttir af slíkri ófagmennsku sem þessi frétt var. Þess má geta að viðkomandi blaðakona talaði aldrei við mig né eigendur Trans Atlantic við vinnslu fréttarinnar, það hefði kannski verið ágætis hugmynd.
Ég bað um að þessi grein yrði fjarlægð af netinu en við því hefur ekki orðið og finnst mér því rétt að vera heiðarlegur og segja einfaldlega frá þessu, eins og þetta kemur mér fyrir sjónir.
Greinin:
http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_Utlond/islensk-unmenni-a-leid-i-djammferd-til-ibiza
Áhugasamir sendið mér póst og ég skal senda ykkur póstinn sem ég skrifaði blaðakonunni um þessa ferð og þar rakti ég líka aðeins þessar rangfærslur sem í greininni eru.
Varðandi síðan krakkana sem komu í Flass ferðina hingað langar mig að segja eftirfarandi.
Það var mikið búið að vara mig við þessu hópi en ég sagði að mín lína í fararstjórn og í lífinu væri að dæma engan fyrirfram. Í mínum fararstjórahuga er ég með tölu 5% af heild sem eru farþegar sem þurfa sífellt extra meðhöndlun vegna ýmissa mála. Talan hjá Flass var kannski 3 sinnum hærri, eða 15%.
Hvað þýðir þetta? Þetta voru alls 186 manns. 15% af því eru rétt undir 30 manns. Hvað nákvæmlega gekk á hjá þessum 30 get ég alls ekki sagt ykkur en ég get sagt ykkur að Ibiza gerði þetta fólk ekki erfitt, það var það fyrir þegar það koma frá litla saklausa Íslandi........
Veldur sá er heldur stendur einhvers staðar skrifað og það á vel við í fríinu og í lífinu almennt. Ef þú vilt eiga gott frí ekki þá drekka þig hauslausan dag eftir dag bara af því það var planið, slíkt plan endar alltaf með að líkaminn gefst upp og það voru jú nokkur slík tilfelli hér. Sumir fá í magann og fara að kenna matnum á Punta um. Ressinn á Punta er líklega einn sá allra besti í sínum klassa sem fyrirfinnst. Eldhúsið er mjög pro og yfirkokkurinn algjör snillingur. Þessar magakveisur eiga væntanlega frekar skyld við mikið áfengi, lítinn svefn og óreglulega neyslu matar.
Njótið dagins, við hér á Ibiza ætlum amk að gera það
Kv. Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.