Færsluflokkur: Bloggar

Stórhljómsveit Stebba Hilmars, Eyfi, Birgitta Haukdal og Björn Jörundur.....

Um næstu helgi verður slegið upp stórdansleik að Ásvöllum í Hafnarfirði, en þar leiða saman hesta sína  nokkrir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Fer þar fremstur í flokki Stefán Hilmarsson, en ásamt honum koma fram Eyjólfur Kristjánsson, Birgitta Haukdal og Björn Jörundur. Dagskráin verður fjölbreytt og byggir m.a. á lögum sem þessir söngvarar hafa hljóðritað og flutt á síðustu árum og misserum, hver í sínu horni, saman eða þá með sveitunum Sálinni, Ný dönsk og Írafári. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði; á gítar verður Guðmundur Pétursson, á trommum Jóhann Hjörleifsson, á bassa Friðrik Sturluson, á hljómborð Þórir Úlfarsson, auk Jagúar-bræðranna Samúels og Kjartans, sem blása í lúðra og berja slagverk sem berserkir.Dansleikurinn er haldinn á stóra gólfinu að Ásvöllum næstkomandi laugardag. Mikill áhugi er hjá fólki fyrir þessari uppákomu enda frábærir tónlistarmenn á ferð sem munu halda uppi stuði fram á rauða nótt. Húsið opnar klukkan 23.00 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Hægt er að kaupa miða á Ásvöllum en líka hjá Ljósritunarstofunni Lyng við Strandgötu. Einnig má enda Sigurjóni Sigurðssyni póst í sigurjon@heima.is, sé um hópa að ræða sem langar að skoða að fá hópaafslátt. Miðaverði er annars stillt í hóf og er almennt miðaverð kr. 1.900. 

Ekki missa af þessum viðburði!

Mbk. Sigurjón Sigurðsson  

Cops, íslensku ,,cops

Ég er með aðgang að nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum og get m.a. séð stöð sem heitir ,,Reality tv". Þar eru amerísku þættirnir ,,Cops" sýndir. Þessir þættir eru svona raunveruleikaþættir um ameríska lögreglumenn og starf þeirra. Flestar ,,klippur" byrja á viðtali við einhvern lögreglumann í bíl á ferð þar sem hann segir aðeins frá sjálfum sér og svo gerist eitthvað og starfið fer af stað. Það getur verið grunsamlegur bíll eða heimilisofbeldi s.s. bara allt það sem venjulegur lögreglumaður í USA þarf að glíma við í sínu starfi. Oft er þetta alveg makalaust að horfa á, s.s. hvað þeir þurfa að fást við. Ég man eftir einu útkalli vegna þess að veitingamaður og gestur voru ósáttir um hvort gesturinn ætti að fá að taka leifarnar af diskinum sínum með eður ei. Í nótt kíkti ég á einn þátt og þar sá ég þá ótrúlegustu senu sem ég hef séð í þessum þáttum.

Um var að ræða konu á miðjum aldri sem veifar til lögreglumanns sem keyrir framhjá. Hann stígur út og talar við konuna. Hún segir farir sínar ekki sléttar. Hún segir að konan í húsi sem hún bendir á hafi stolið af sér $20. Lögreglumaðurinn spyr þá eðlilega hvernig það hafi vilt til. Þá segir konan að hún hafi látið konuna hafa $20 fyrir einum ,,rock" (crack cocaine) og hún hafi látið hana hafa eitthvað helvítis feik í staðinn. Lögreglumaðurinn var orðlaus. Og hristir hausinn en segir konunni að bíða og fer og talar við hina meintu sölukonu sem var með syni sínum fyrir utan húsið. Sú segir að hin sé bara rugluð og hún hafi sannarlega ekki tekið við neinum peningum frá henni og hún sé gleðikona sjálf sem sé að reyna að koma sínu lífi á rétta braut. Lögreglumanninum var nú nóg boðið og fer aftur og talar við hinn meinta kaupanda sem ber sig illa og segist nú ekki eiga fyrir mat og hún vilji $20 tilbaka. Nú fauk pínulítið í lögreglumanninn og hann spurði hana hvort hún hefði ekki átt að spá í það þegar hún ákvað að fara kaupa dóp fyrir síðasta $, þá var fátt um svör.
Hún sagði að vísu að hún væri ekki ,,addict" sure.... og svín fljúga (mitt innskot). Lögreglumaðurinn endaði á að skrifa á hana áminningu sem hljóðaði á þá leið að ef hún kæmi nálægt þessu húsi aftur gæti hún átt á hættu að vera handtekin.
Þetta var ,,by far" eitt allra bilaðasta atriði sem ég hef séð einn lögreglumann þurfa að fást við.

Eitt skil ég þó aldrei með okkar íslensku lögreglu og það er þessi endalausi radarmælingafeluleikur.
Af hverju að fela sig? Er ekki markmiðið að vera sýnilegir að draga á þann hátt úr umferðahraðanum en ekki vera í einhverjum ,,kúrekafeluleik"?
Með því að vera sýnilegir er lögreglan að stuðla að bættri umferðamenningu og dregur sannarlega úr hraða ökumanna sem mun að sjálfsögðu leiða til fækkunar á alvarlegum umferðaslysum, er það ekki markmiðið? Er markmiðið kannski stundum, eins og sumir halda fram, að fá svolítið í kassann hjá Sýslumanni? Ég trúi því að vísu ekki en ég sá svona felulöggu í kvöld og því fór ég að hugsa þetta enn og aftur.

Annað sem ég sá á ,,Cops" og það var úttekt og rökræður um sígilt vandamál sem er hvort lögreglan á að elta ökumenn sem reyna að stinga hana af eða ekki. Sá sem talaði á móti sagði að ca. 80% af þessum ökumönnum væru að stinga lögregluna af vegna smáglæpa. Hann sagði líka að á hverju ári týndu fleiri hundruð saklausir vegfarendur lífi sínu vegna ,,high speed chases". Tekið var dæmi af Boston (mig minnir að það hafi verið Boston) en þar er lögreglunni bannað að stunda þessa tegund af löggæslu og ekki væru þeir að standa sig neitt verr á heildina litið en hinir.


Hvernig er þetta hér á landi? Eru reglur um þetta? Hvað finnst bloggheimi um þetta nú þegar slíkir eltingaleikir eru bara að gerast af og til á okkar litla landi og ekki er langt síðan að ökumaður mótorhjóls lenti í alvarlegum árekstri á Breiðholtsbraut eftir einn slíkan eltingarleik.

Hlakka til að heyra frá ykkur.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

es. hef annars verið á haus því ég tók skyndilega að mér að ,,prómótera" ball sem er á Ásvöllum næstu helgi, tek það fram að það ball tengist á engan hátt Stóra kántrýballinu mínu sem verður 3. nóv. nema staðsetningin er sú sama og Birgitta Haukdal er á báðum ,,giggunum".

Þeir sem vilja fá miða á ballið á laugardaginn geta sent mér tölvupóst á:
sigurjon@heima.is
Miðar eru einnig seldir við innganginn.

Ef fólk tekur fleiri en 8 miða þá fær það 10% afslátt en miðinn kostar annars 1.900 sem er vægast sagt sanngjarnt fyrir það sem í boði er.

Þetta er fréttatilkynningin vegna ballsins:

Um næstu helgi verður slegið upp stórdansleik að Ásvöllum í Hafnarfirði, en þar leiða saman hesta sína  nokkrir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Fer þar fremstur í flokki Stefán Hilmarsson, en ásamt honum koma fram Eyjólfur Kristjánsson, Birgitta Haukdal og Björn Jörundur. Dagskráin verður fjölbreytt og byggir m.a. á lögum sem þessir söngvarar hafa hljóðritað og flutt á síðustu árum og misserum, hver í sínu horni, saman eða þá með sveitunum Sálinni, Ný dönsk og Írafári. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði; á gítar verður Guðmundur Pétursson, á trommum Jóhann Hjörleifsson, á bassa Friðrik Sturluson, á hljómborð Þórir Úlfarsson, auk Jagúar-bræðranna Samúels og Kjartans, sem blása í lúðra og berja slagverk sem berserkir.

Dansleikurinn er haldinn á stóra gólfinu að Ásvöllum. Mikill áhugi er hjá fólki fyrir þessari uppákomu enda frábærir tónlistarmenn á ferð sem munu halda uppi stuði fram á rauða nótt. Húsið opnar klukkan 23.00 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Hægt er að kaupa miða á Ásvöllum en líka hjá Ljósritunarstofunni Lyng við Strandgötu. Einnig má enda Sigurjóni Sigurðssyni póst í sigurjon@heima.is, sé um hópa að ræða sem langar að skoða að fá hópaafslátt. Miðaverði er annars stillt í hóf og er almennt miðaverð kr. 1.900.

Ekki missa af þessum viðburði!

 

 


Áskorun til JC á Íslandi :)

Ég er með ,,brilljant" hugmynd fyrir JC, mér finnst það amk. :)

Hugmyndin er að koma á legg nýjum raunveruleikaþætti, ,,Ræðumaður Íslands".
Fólk myndi skrá sig á netinu og koma svo í undankeppni sem JC myndi stjórna. Það gæti verið sniðugt útvarpsefni. Í úrslit kæmust svo t.d. 12 einstaklingar og úrslitum yrði sjónvarpað.

Reglur yrðu skv. ræðureglum JC og dæmt yrði eftir því kerfi. Dregið yrði um efni í beinni og fólk fengi ca 5 min. til að undirbúa sig. Einnig er dregið um hverjir væru með og hverjir á móti.

Tveir lægstu, fæstu stig, myndu detta út, þannig að um 6 þætti yrði að ræða + einn lokaþátt á milli þeirra tveggja sem væru eftir.

Gestaræðumenn gætu verið t.d. stjórnmálamenn ofl.

Verðlaun yrðu góð. Td. Gull = 2 milljónir, Silfur = milljón og brons 300 þúsund. + ýmis aukaverðlaun.

Aldur keppenda væri hafður mjög rúmur, t.d. 18 +

Og að lokum skal ég vera kynnir í þáttunum og koma að skipulagi, er mjög vanur kynnir :)

Hvernig líst ekkur á?

Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson

 


,,Hann gaf milljarð

segir í fyrirsögn hjá hinu batnandi DV nú um helgina.

Róbert Wessman er enginn venjulegur gaur, það er á kristaltæru. Fyrir meðalmann með ca. 250 þúsun útborgað pr. mánuð þá tæki það hann ca. 333 ár að vinna sér inn eitt stk. milljarð.
Ég hef heyrt raddir sem segja að Róbert hefði frekar átt að gefa þessa peninga til handa sjúkum, fötluðum ofl. Það er alveg skoðun pr. sig. En áður en fólk lætur svona út úr sér þá ber að skoða að fólk veit nú barasta ekki almennt hvort eða hvað mikið Róbert hefur styrkt þá hópa.

Ég þekki Róbert Wessman ekki neitt en væri alveg til í að kynnast honum. Við komum frá svipuðum bakgrunni vinnulega séð. Ég fékk mín eldskírn í ,,business" í veitingabransanum og það er harður skóli. Ég hef stundum sagt að þeir sem hafi ekki verið að vinna í eldhúsi sem sé á floti (á floti = allt í botni + aðeins meira) hafi ekki upplifað stress stress. Í slíku eldhúsi eru engin mistök leyfð, allt þanið í botn og fólk brotnar oft saman og fer að gráta en þurrkar svo tárin og ber matinn fram með bros á vör. Hef oft séð það gerast.

Það að gefa HR þennan milljarð er forvarnarstarf í mínum huga. HR er framsæknasti háskóli Íslands, með FULLRI virðingu fyrir hinum. Ég er að vísu pínu litaður sem nemandi..... en samt mín staðfasta skoðun. HR stýrði Guðfinna Bjarnadóttir sem er massa öflug og greind kona, hún hættir og fer í pólitíkina og staðinn fá þeir aðra konu sem er um margt lík Guðfinnu, Svöfu Grönfeldt. Svafa er ekkert að djóka, hún er hörð, framsýn, hress og umfram allt mjög fylgin sér og sínum plönum.

Menntun er máttur, stendur einhvers staðar skrifað. Því er ég sammála. Menntun er = aukið sjálfstraust + aukin lífsgæði + hærri GDP (gross domestic production eða aukin þjóðarframleiðsla) sem þýðir betri lífsgæði hér á landi, og hana nú :)

Mbk, ég er farinn í Nordica Spa að láta nudda á mér axlirnar í pottinum :)

Sigurjón Sig.


Leikritið ,,Óhapp", 4 stjörnur.

Ég fór í vikunni að sjá nýja íslenska leikritið ,,Óhapp".
Þetta er verk sem gerist, í nútímanum og hreyfir sannarlega við manni.
Það eru leikarar af yngri kynslóðinni sem eru í verkinu og allir standa sig vel þó fannst mér eiginlega sá sem leikur ,,kokkinn" vera aðeins betri en hinir. Ég ,,keypti" hann 100%.
Leikritið er ádeila á ýmsilegt í okkar þjóðfélagi ekki sýst á yfirborðsmennskuna sem víða ríkir.

Ég vil hrósa Elmu Lísu fyrir sinn þátt og það að vera orðin bara góð leikkona. Ég kynntist Elmu Lísu fyrir ca. 20 árum og það veit sá sem allt veit að ég hefði giskað á að hún yrði allt annað en leikkona en svona er lífið skemmtilegt. Elma Lísa var svona ,,heitasta gellan" á svæðinu. Svona týpa sem maður hefði búist við að enda sem verslunarstjóri í 17 eða að vinna með Ásgeir Kolbeins í svona djamm lífsstílsþætti en nei, Elma Lísa hafði önnur plön, sem er frábært því hún er skemmtilegt týpa sem leikkona og svona almennt fín stelpa, held ég, tala þarna útfrá tilfinningu, við erum sko varla kunningjar í dag.

EN alla vega, skellið ykkur í leikhúsið, Óhapp er frábær skemmtun.

Eitt vil ég þó segja sem mér finnst alltaf jafn fyndið. Á sýningunni voru þó nokkuð af eldri konum og mikið hefði ég viljað sjá framan í þær þegar grófustu setningar verksins voru sagðar..... ,,ha hvað sagggði hann"........

Mbk. Sigurjón Sig.


"The one who does not remember history is bound to live through it again" George Santayana.

Þessi texti, fyrirsögnin, er á pólsku og ensku upp á vegg í Auschwitz.
Ég sagði um daginn að ég og Ingvar Þórðarson (annar framleiðandi Astrópíu ofl) höfðum skellt okkur í þriggja daga skyndiferð til Póllands.
Ég sagði líka frá því að Pólland var flott. Fólkið yndislegt, maturinn góður og verðlagið mjög sanngjarnt. En eitt situr þó eftir í minningunni og það er að við fórum og heimsóttum Auschwitz.

Auschwitz er staðsett ca. 70 km. frá Krakow. Við fórum þangað í leigubíl sem við leigðum allan eftirmiðdaginn. Við tókum hann á lestarstöðinni í Krakow. Hann tók 7.000 ikr. fyrir ca. 4,5 tíma vinnu, ekki sérlega dýrt en hann var sáttur og við massa sáttir.
Auschwitz er upprunalega gamall hestabúgarður. Nasistarnir koma þangað um 1939 og breyta því í vinnubúðir fyrir pólitíska fanga ofl. Fljótlega tekur Rudöld Hess við sem ,,búðarstjóri" og hafist er handa við að útrýma fólki á þessum magnþrungna stað.
Við vorum þarna í grenjandi rigningu, passaði vel við stemmninguna, verð ég að segja. Bara að standa við hliðið sem Rudolf Hess lét setja upp ,,Arbeit macht frei" (vinna gefur þér frelsi) er ótrúlega ,,surreal". Rudolf hafði verið yfirmaður í þrælkunarbúðum og honum fannst þetta mjög sniðugt slagorð til að hafa við innganginn.
Við Ingvar höfðum tæpa tvo tíma til að skoða svæðið, alltof lítið, amk ef fólk vill skoða þetta vel. Einn dagur er lágmark. Við töluðum við fólk í upplýsingum og spurðum einfaldlega ,,hvað má alls ekki missa af, s.s. skv. ykkar áliti"? Við fengum það merkt á kortið og héldum af stað.
Það sem fyrst vekur athygli hjá manni er hvað þetta er svaka stórt allt saman. N.b. við skoðuðum bara elsta hlutann, ekki ,,drápsverksmiðjuna" Birkenau sem var reist við hliðina og hönnuð sem drápsverksmiðja.
Í Auschwitz voru rúmlega ein milljón manna myrti frá ca. 1939 - 1945.

Ef við setjum þetta í tölfræðilegt samhengi þá erum við að tala um:
ca. 185 þúsund pr. ár.
ca. 15.300 pr. mán.
ca. 510 manns PR DAG.

Að skoða skálann með fjöldanum öllum af persónulegum eignum þeirra sem létu lífið þarna er magnþrungið í meira lagi, færir manni nær þessu einhvern vegin.Við vorum gjörsamlega búnir þegar við settumst aftur upp í leigubílinn og sváfum mestalla leiðina til Krakow.
Það var líka eitthvað táknrænt við það að hópurinn sem fylgdi okkur í flesta skálana var hópur af Þjóðverjum, hvernig ætli þeim líði við að skoða þetta? Hlýtur að svíða og það fast.

Ég botna t.d. ekkert í hvernig það fólk sem var að vinna þarna gat ,,kópað" við stöðuna. Gat átt eitthvað ,,eðlilegt" líf fyrir utan þennan viðbjóð, óskiljanlegt. Bróðir minn, sem er læknir, sagði að þeir hefðu orðið að byrja á að heilaþvo fólk með þeim hætti að því fannst gyðingar ekki vera fólk, meira svona einhver dýr sem ætti að útrýma, já mannskepnan er grimm þegar hún tekur sig til.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, tekur á að skrifa um þessa heimsókn.
Næst sleppi ég Auschwitz þegar ég kem til Krakow og fer og sjá saltnámurnar, sem er víst alveg magnað.
Þú, lesandi góður, skalt líka velja saltnámurnar fram yfir Auschwitz, ef þú ert viðkvæm/ur.
Eitt var að vísu frábært. Frá Auschwitz fórum við beint í gyðingahverfið í Krakow og gistum og borðuðum í góðu yfirlæti.

Ég skelli myndum inn frá heimsókninni um leið og ég má vera að.

Njótið kvöldsins, kúruveður úti :)

Sigurjón Sigurðsson 

Kántrýballiðbloggvinir ofl. :)

Mér finnst gaman að blogga, hef s.s. oft þörf fyrir að tjá mig og þessi vetvangur hentar mér einkar vel. Ég á líka alveg massa flotta bloggvini. Þeir eru á öllum aldri með jafn misjöfn nöfn og skoðanir, það er líka mikilvægt fyrir mig. Þoli ekki já fólk en ekki heldur fólk sem stekkur fram með einhverjum hrópum og köllum án þess að hafa hugsað málið, s.s. með lappirnar á undan hausnum, eins og pabbi heitinn sagði oft.

Ég heyrði í gær í einum góðum vini/kunningja sem er einn af þeim sem rekur mesta bíóveldi landsins. Hann er búinn að eiga erfiðan tíma síðan hann og konan hans misstu frumburðinn úr einum allra sjaldgæfasta sjúkdómi sem fyrirfinnst. Hann og sonur hans voru sérstaklega nánir og það var frábært að fylgjast með þeim á þeim tíma sem ég var hluti af stórfjölskyldunni. Hann sagði eitt við mig í gær sem mér þótti vænt um ,,ég get ekki gleymt því sem þú sagðir einu sinni við mig og ég nota mikið, þúsund kall er mikill peningur ef þú ÁTT hann EKKI  til". Að vísu fékk ég þetta frá pabba heitnum en það er önnur saga.

Ég þakka bloggvinum fyrir að sýna mínu stóra kántrý dæmi áhuga og ég ætla hér með að bjóða öllum bloggvinum á ballið + 1. Eina sem fólk þarf að gera er:

- minna mig á þetta þegar nær dregur
- segja sem flestum frá ballinu.

Njótið dagsins, hann lítur vel út.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


Birgitta Haukdal, stöngin inn :)

Frábærar fréttir fyrir alla þá sem vilja koma á stór kántrýballið að Ásvöllum 3. nóv. n.k.

Birgitta Haukdal hefur samþykkt að setja upp kúrekahattinn, fara úr poppgallanum og skella sér á sviðið með Klaufunum og taka nokkur lög :)

Megasvalt í minni bók, amk.

Önnur söngkona er líka á bókunarstigi. Það er Tamra Rosanes, ókrýnd kántrýdrottning dana.
Ég vona að ég nái samningum við hana en þeir eru í gangi.
http://www.tamrarosanes.dk/

Meira um málið síðar, hér og á prinsvaliant.is

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 

 


Til hamingju Ísland.

Þetta er viðurstyggð s.s. að fólk skuli reyna þetta. Dóp brýtur niður okkar börn ofl. Dóp tekur ÖLL lífsgæði frá fólki og aftur:

TIL HAMINGJU ÍSLAND.

Sigurjón Sigurðsson


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband